18.03.2018 13:57

Sævar KE, tók niðri í Sandgerðishöfn, núna áðan

Sævar KE tók niðri, er hann var að koma inn að löndunarkrana í Sandgerðishöfn. Mun það hafa verið um kl. 12, en þessar myndir tók ég klukkutíma síðar, en þá var aðeins farið að falla að. Lítil hætta er talin vera þar sem sandbotn er þarna.

 

 

 

 

 

 

 

 


         1587. Sævar KE, í Sandgerðishöfn núna áðan © myndir Emil Páll, 18. mars 2018