06.03.2018 18:56
Vefmyndavélar komnar á Bakkafirði og Þórshöfn
![]() |
|
Nú er lokið við uppsetningu og frágang við vefmyndavélar frá höfnunum á Bakkafirði og Þórshöfn. Hægt er að sjá beina útsendingar frá höfnunum á heimasíðu hafnanna, undir : Vefmyndavélar - Langanesbyggð. Tvær myndavélar eru á Þórshöfn, önnur sem sýnir smábátahöfnina og hin sem sýnir innsiglingu og hafskipabryggjuna. Myndin frá Bakkafirði sýnir innsiglingu og löndunarkrana og syðri kant fjær þar sem bátarnir liggja þegar þeir eru við bryggju Mun ég fylgast með þessum höfnum um leið og ég ferðast á hina staðina sem eru með slíkar myndavélar. |
Skrifað af Emil Páli

