05.03.2018 20:21
Litlanes ÞH 3, í Grindavík í dag ex Muggur KE 57 og HU 57 og nú yfirbyggður
Þessi stóri og mikli plastbátur sem smíðaður var hjá Sólplasti í Sandgerði á sínum tíma og fékk þá nafnið Muggur KE 57, en var síðan gerður út af þeim feðgum sem áttu hann í upphafi frá Skagaströnd, fékk þá HU númer. Eftir að báturinn hafði verið seldur til Þórshafnar fékk hann núverandi nafn Litlanes ÞH 3 og var jafnframt yfirbyggður og fer vel með yfirbygginguna. Núna eftir að veiðitörnin hófst við Suðurnesin, hefur hann aðallega landað í Grindavík eins og margir aðrir aðkomubátar og þar tók ég þessar myndir nú undir kvöld.
![]() |
||
|
|
Skrifað af Emil Páli


