04.03.2018 12:13
Sögufrægur bátur, í eina tíð, nú Herdís SH 173
Bátur þessi er sá eini sem sóttur hefur verið til kaupanda, þar sem hann var seldur með kvóta án leyfis bæjaryfirvalda að þessu sinni í Keflavík. Þá hét báturinn Hrólfur II RE 111 og eigandi í Keflavík. Báturinn var seldur stóru útgerðarfélagi sem ætlaði sér að hirða af honum kvótann. Þáverandi afleysingarbæjarstjóri í Keflavík ákvað að sjá hvort lögin stæðu og fékk fjóra menn úr Slökkviliðinu í Keflavík til að sækja bátinn og tókst það og var ég einn þeirra, en tveir réttindamenn voru í hópnum. Bátnum var siglt til Keflavíkur þar sem kvótinn var seldur heimaðila og báturinn fór síðar annað. Síðar fékk hann núverandi nafn og númer. Mörg ár eru síðan þetta gerðist. Eftir þetta hefur sala alltaf farið þannig fram að sala hefur verið lögleg og ekki hægt að sækja aftur kvótann, eða bátinn.
![]() |
1771. Herdís SH 173, í Sandgerðishöfn í morgun © mynd Emil Páll, 4. mars 2018 |

