20.02.2018 21:00

Margrét GK 707, kom í dag út frá Sólplasti, Sandgerði

Nú. undir kvöld kom Margrét GK 707, út frá Sólplasti, í Sandgerði þar sem fram höfðu farið skemmtilegar lagfæringar og sitthvað annað til að gera bátinn fallegri. Sökum veðurspár, var ákveðið að fresta því til morguns að flytja hann til heimahafnar í Grindavík og setja hann þar í sjó. Þegar báturinn kom til Sólplasts, var annar eigandi og númerið HF 4.

Hér koma myndir sem ég tók rétt fyrir kvöldmat, er báturinn kom út.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


       2794. Margrét GK 707, kemur út frá Sólplast í Sandgerði, nú síðdegis © myndir Emil Páll, 20. feb. 2018