20.02.2018 19:20
Góð verkefnastaða hjá Sólplasti, 6 í húsi, auk þeirra sem eru utandyra eða í bið
Ekki þurfa þeir hjá Sólplasti í Sandgerði að hafa áhyggjur af verkefnaleysi í bráð. Þar eru nú 6 bátar innandyra, nokkrir bíða eftir að komast þangað. Þar að auki eru ýmis önnur plastverk á biðlista, eða í vinnslu. Sem dæmi þá var í dag afgreiddur bátur eftir endurbætur og birtist í kvöld myndir af honum og á morgun kemur einn til viðbótar og er sá utan af landi.
![]() |
6669. María ÍS 777, er einn þeirra báta sem nú eru í lagfæringu innandyra © mynd Emil Páll.
Skrifað af Emil Páli

