18.02.2018 07:51

Björgun Sögu SU 606, hafin á Breiðdalsvík

Byrjað var að vinna við að ná upp í gærmorgun, Sögu SU 606, sem sökk á dögunum á Breiðdalsvík og gekk verkið mjög vel, bátnum var lyft frá botni og svo dreginn að löndunarbryggjunni. Þar kom krani sem lyfti honum nóg til  að hægt væri að dæla úr honum sjónum. Í framhaldi, á í dag að draga bátinn upp í fjöru, þar sem framtíð bátsins verður ráðin. Er það Köfunarþjónusta Sigurðar sem annast verkið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

      Björgun 1538. Sögu SU 606, úr höfninni á Breiðdalsvík, í gærmorgun © myndir Sigurður Stefánsson, 17. feb. 2018