17.02.2018 14:27

Vésteinn GK 88, nýr frá Trefjum, kom til Grindavíkur í hádeginu í fyrsta sinn

Kl. 12.52, kom nýr bátur frá Trefjum, Vésteinn GK 88, til Grindavíkur í fyrsta sinn. Ekki stoppaði hann nema í nokkrar mínútur í heimahöfn sinni og fór strax aftur og dólaði á 1,7 mílna hraða út frá landinu. Báturinn mælist 29,66 brl. og 14.68 metrar á lengd. Eigandi er Elvis ehf.