05.02.2018 22:28

Fylgist Samgöngustofa ekki með. Enn með bát á skrá, sem sökk eða brann 2014


     Í morgun birti ég mynd af Öngli GK 54 sem ég sagði að bæri nú skráninguna Öngull BA 21, sem ég hafði eftir Samgöngustofu, en hér fyrir ofan er afrit frá þeim - fljótlega bárust mér ábendingar um að báturinn væri löngu sökkinn eða hafi jafnvel orðið eldi að bráð, sennilega 2014 - Ljóst er því að þessi opinbera stofnun fylgist ekki með og því erfitt að treysta því sem þar kemur fram.