25.01.2018 11:12

Veltitankar úr plasti, komnir í íslenska togara

Að undanförnu hafa veltitankar úr plasti verið settir í a.m.k. 5 eða 6 togara hérlendis. Tankarnir eru framleiddir í Þorlákshöfn og koma niður í miðju. Sést það á annarri myndinni sem ég tók af Berglín GK 300, í Sandgerðishöfn í gær, en ánægja er með þessa nýju veltitanka.

 

    1905. Berglín GK 300, í Sandgerðishöfn og á hliðunum sjást ekki miklar breytingar © mynd Emil Páll, 23. jan. 2018

 

    1905. Ef horft er á tankinn á hlið sést að hann er allt öðru vísu, en veltitankar hafa verið © mynd Emil Páll, 24. jan. 2018