23.01.2018 21:00
Jón & Margeir fluttu í dag Lilju, frá Sandgerði og inn í Voga
Báturinn Lilja bar lengi BA númer og lág við bryggju í Sandgerði, síðan var báturinn tekinn upp á bryggju í Sandgerðishöfn og hefur verið þar um tíma. Í dag var hann eins og segir í fyrirsögn fluttur inn í Voga, þar sem Toggi ehf. mun taka bátinn í einhverjar lagfæringar. Sjáum við þegar báturinn er tekinn á flutningavagninn á bryggjunni í Sandgerði og á síðustu tveimur myndunum er flutningavagninn á leið út úr bænum með bátinn og þá inn í Voga.
![]() |
||||||||||||||||||||
|
|
Skrifað af Emil Páli











