18.01.2018 21:00
Hnoss 97, flutt með Jóni & Margeiri, frá Kópavogi til Sólplasts, í dag
Um kl. 13 í dag kom Jón & Margeir með skemmtibátinn Hnoss 97, frá Kópavogi til Sólplasts í Sandgerði. Birti ég myndir sem ég tók við það tækifæri, auk einnar myndar af bátnum sigla inn í Grófina í Keflavík er hann bar sama nafn en númerið KE 97.
Þá kem ég aðeins við í sögu bátsins. Hann var smíðaður á Blönduósi 1985 fyrir mann í Vogum og fékk þá nafnið Hafrót GK 42. Síðar seldur til Hvammstanga og þá varð nafnið Hafdís HU 52. Þaðan til Grindavíkur undir nafninu Faxanes GK 727 og til Keflavíkur og fékk þá nafnið Hnoss KE 97 sem síðan var breytt í Hnoss 97 og þeirri skráningu hefur hann haldið síðan og að mig minnir í Garði, Vogum og nú síðast í Garðabæ, en þar sem engin höfn er þar hefur hann notast við Kópavogshöfn og því var hann sóttur þangað í morgun og eftir viðgerð í Sólplasti fer hann norður í land.
![]() |
||||||||||||||||||||
|
|











