03.01.2018 21:00

Litli farþegabáturinn sem lenti á skeri við Stykkishólm, kom til Sólplasts í dag

Á milli jóla og nýárs strandaði lítill farþega bátur á skeri rétt hjá Stykkishólmi og fór yfir það. Við höggið slasaði einn farþeganna um borð, en báturinn var dreginn til hafnar í Stykkishólmi. Sker það sem báturinn fór á mun vera það sama og Þórsnes II SH 109 lenti á fyrir nokkrum árum. Við óhappið nú kom leki að bátnum.

Samkvæmt Samgöngustofu er báturinn skráður Austri SH. en eins og sést á myndum þeim sem ég birti nú er búið að afmá nafnið, en aðeins skipaskrárnúmerið og SH er sjáanlegt fyrir utan erlenda lesningu sem getur allt eins verið nafnið.

Í dag kom báturinn til viðgerðar hjá Sólplasti í Sandgerði, en það var flutningafyrirtækið BB og synir sem flutti bátinn á viðgerðarstað. Hér eru myndir sem ég tók í dag í Sandgerði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

        Farþegabáturinn kominn inn í hús hjá Sólplasti, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. jan. 2018