28.12.2017 13:51
Sædísin sökk á Ísafirði
Á jóladag uppgötvaðist að Sædís ÍS, einn báta Byggðasafn Vestfjarða, hafði sokkið í Ísafjarðarhöfn. Jón Sigurpálsson, forstöðumaður Byggðasafns Vestfjarða, segir ekki vitað hvers vegna Sædísin sökk. „Við tökum hana upp á morgun og þá fáum við væntanlega skýringu á þessu. Það var farið í hana á Þorláksmessu og þá var allt í lagi, enginn sjór í henni og dælurnar í lagi,“ segir Jón
Hann telur að báturinn komist að mestu óskaddaður frá þessu volki. „Það er ekkert í henni, engin vél eða nokkur skapaður hlutur og hún á alveg að þola þetta.“ - Heimild: Bæjarins besta
![]() |
||||
|
|


