18.12.2017 21:00

Sólplast í morgun: Elvar Kristinn hjá Þotunni kom með Maríu ÍS 777 í tjónaviðgerð

Rétt fyrir kl. 8 í morgun renndi Elvar Kristinn Sigurgeirsson, í hlað hjá Sólplasti í Sandgerði, en hann ekur á flutningavagni frá Þotunni  í Bolungarvík. Að þessu sinni var hann að koma með bátinn 6669. Maríu ÍS 777, frá Flateyri, sem varð fyrir því óhappi að sigla á trjádrumt, en hann var á sjó og skemmdist báturinn nokkuð og því var honum nú ekið landleiðis til Sólplasts til viðgerðar. Þar komu við sögu Björn Marteinsson sem var með kranabíl og lyfti bátnum bátnum af flutningavagninum og á bátavagn. Einnig koma þarna að sjálfsögðu til sögunnar Kristján Nielsen, hjá Sólplasti. Allt um það á þessari myndasyrpu sem ég tók í morgun, en á henni sést báturinn, bíll Björns og mennirnir þrír sem rætt eru, hluti af skemmdinni á bátnum o.fl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            6669. María ÍS 777, komin til Sólplasts, Elvar Kristinn Sigurgeirsson, Björn Marteinsson, Kristján Nielsen o.fl. í morgun © myndir Emil Páll, 18. des. 2017