17.12.2017 21:00

Syrpa frá Reyðarfirði: Nökkvi ÞH 27, Stapaey SU 120 og Vöttur - myndir eftir 3 ljósm.

Sl. föstudag birti ég mynd hér á síðunni sem Helgi Sigfússon á Reyðarfirði hafði tekið og sýndi Nökkva ÞH 27 og hafnsögubátinn Vött. Kom þá í ljós að Nökkvi kom einn frá Djúpavogi og einhver annar myndi koma með Stapaey til Reyðarfjarðar, en þeir verða geymdir þar til vors að þeir fara saman í pottinn erlendis. Í gærkvöldi kom síðan Viking Reflex með Stapaey, en hún var í Berufirði og fór strax dráttarbáturinn aftur til Djúpavogs.

Fyrsta myndin sýnir Nökkva við bryggju á Reyðarfirði og tók Þorkell Hjaltason þá mynd 15. des. Næsta mynd var tekin í gærkvöldi og síðan tók Helgi Sigfússon sex myndir sem hann tók í hádeginu í dag og þar koma fram Stapaey SU 120, Nökkvi ÞH 27 og hafnsögubáturinn Vöttur. Svona til gamans má ef myndin sem sýnir nafn og heimahöfn Stapaeyjar að þar sést að skipið hét einu sinni Båtsfjord, frá Aalesundi, en í millitíðinni hét skipið Haraldur Böðvarsson AK 12.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1622. Nökkvi ÞH 27, 1435. Stapaey SU 120 og 2734. Vöttur, á Reyðarfirði

           © myndir Helgi Sigfússon, Þorkell Hjaltason o.fl.