15.12.2017 16:17

Fréttir af Jóni Kjartanssyni SU 111 og SU 311 í dag

Fréttir af Jónum tveim SU 111 og SU 311.
Breytingar á þeim nýja ganga vel og allur búnaður kominn á svæðið og eins og sjá má á einni myndinni eru Gunnar Tryggvason skipaverkfræðingur og Guðni Elísson vélstjóri ánægðir.
Af þeim gamla er það að frétta að hann er á heimleið með 2000 tonn af kolmunna og er að nálgast Akraberg í Færeyjum verður heima seinnipart á morgun. Aflinn fékkst í 4 hölum þannig að veiðin var mjög góð, þetta er önnur veiðiferðin á þeim gamla. Mjög mikil ótíð hefur verið á veiðislóðinni og hafa skipin þurft að fara í var eða í höfn í Færeyjum til að bíða af sér brælur. Kolmunnakvótinn nánast búinn. Áhöfnin á nýja Jóni hefur farið þessa tvo túra á þeim gamla á meðan hinn er í breytingum og kannast allir ágætlega við sig á þeim gamla eftir 10 ára veru þar um borð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

         Fréttir af Jóni Kjartanssyni SU 111 og SU 311, núna áðan, 15. des. 2017