23.11.2017 20:02

Ludogorets, á flakki um Stakksfjörð, Garðsjó, Faxaflóa og er nú framan við Arnarstapa og Hellnar

Samkvæmt MarineTraffic, fór þetta stóra flutningaskip frá Grundartanga 20. nóv. sl. og hefur síðan verið á flakki um Stakksfjörð, í Garðsjó og eins víða um Faxaflóa og nú síðdegis fór skipið í átt að Snæfellsnesi og er nú framan við Hellnar og Arnarstapa, ásamt öðru flutningaskipi. Sjálfsagt eru bæði skipin í vari. Birti ég nú fjórar myndir þessu til staðfestingar, en tvær eru teknar af mér og sýnir skipið annars vegar á Stakksfirði og hinsvegar komin innar, en það svæði er. Þá eru tvö skjáskot sem sýna sig sjálf. Stóra spurningin er því hvort skipið hafi lokið sér af á Grundartanga og sé í vari fyrir ferðum lengra, eða hvort það sé að bíða eftir að geta haldið áfram t.d. við Grundartanga

 

                Ludogorets, á Stakksfirði og í Garðsjó 21. nóv. 2017

 

               Ludogorets, á Faxaflóa © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2017

 

               Ludogorets, á Faxaflóa © mynd Emil Páll, 21. nóv. 2017

 

               Ludogorets, við Snæfellsnesið © skjáskot af MarineTraffic,  í dag, 23. nóv. 2017