13.11.2017 18:19

Kaspryba 1, Kaspryba 2 og Kaspryba 3

Fyrir þó nokkrum árum keyptu aðilar sem tengdust Suðurnesjum þrjú systurskip sem nefndust Kaspryba 1, Kaspryba 2 og Kaspryba 3, með þeim áformum að selja þau aftur. Tvö þeirra komu hingað til lands en það þriðja þ.e. Kaspryba 2, seldist meðan það var enn úti.

Skipin tvö voru fyrst við bryggju í gömlu höfninni í Reykjavík, en síðan flutt inn að Skarfabakka. Eftir þó nokkra legu hérlendis var annað þeirra dregið út, en hvað um varð þar veit ég ekki, hitt seldist fljótlega eftir að hitt skipið fór úr landi og var í fyrstu farið með það upp á Akranes þar sem lagfæringar og eitthvað meira fór fram og síðan sigldi það til norðurlanda, en þangað hafði það verið keypt. Kom það síðan hingað aftur og endurbætur voru kláraðar á Akranesi.

Hér koma tvær myndir af skipunum meðan þau voru hér ennþá tvö.

 

 

 

      Kaspryba 1 og Kaspryba 3, í Sundahöfn  © myndir Sigurlaugur, á jóladag 2009