09.11.2017 21:00
Kanadískur rannsóknarbátur, verður íslenskt fiskiskip?
Fyrir þó nokkrum árum fengu eigendur af kanadísku rannsóknarskipi heimild til að geyma það yfir veturinn í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Geymslutíminn varð þó lengri en áætlað hafi verið og fóru leikar nánast þannig að báturinn dagaði uppi í Njarðvík, en þó ekki alveg því íslenskur sjávarútvegs- og landbúnaðarbóndi af Suðurlandi fékk áhuga á að kaupa bátinn með það fyrir augum að gera úr honum fiskiskip.
Tíminn sem leið frá því að íslendingurinn sýndi áhuga fyrir bátnum og þar til hann fékk hann var þó lengri en menn áttu von á, en eigandi bátsins bjó í Noregi, þó báturinn væri skráður í Kanada, sem tafði málið þó nokkuð.
Í dag er íslendingurinn búinn að fá bátinn og farinn að huga að breytingum á honum. Þegar hann eignaðist bátinn sagði ég frá væntanlegu nafni bátsins, svo og hver heimahöfn hans yrði. Þessar upplýsingar geymi ég nú, en hér er báturinn undir kanadíska nafninu Arctic Endeavour, á myndum sem ég tók í dag í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.
![]() |
||
|
|
![]() |
Arctic Endeavour, við Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 9. nóv. 2017



