07.11.2017 21:00
Valþór og Rokkarinn slitnuðu upp í Keflavíkurhöfn, auk þess sem tjón varð eitthvað á þeim 3ja.
Hér birtist smá frásögn af atburðarrásinni í Keflavíkurhöfn í óveðrinu á sunnudag og birtar myndir af bátunum þremur þar sem sést hluti af tjóninu á Rokkaranum. Ljóst er að tjón hefði orðið meira ef ekki hefðu komið tveir starfsmenn frá Köfunarþjónustu Sigurðar, sem björguðu bátunum, auk annarra. Þessir menn eru Sigurður Stefánsson, eða Siggi kafari eins og flestir þekkja hann, svo og Gísli Guðjón Ólafsson, en þeir eru báðir með skipstjóramenntun og því gátu þeir gert það sem þeir gerðu.
Þegar þeir komu niður að höfn var staðan á Valþóri GK 123 sú að hann hafði slitið öll bönd af sér nema eitt framband og var þversum í höfninni. Um leið og þeir komu, kom einnig vélstjóri bátsins og setti hann vélina í gang en Siggi sigldi í springinn og koma bátnum þannig að bryggju. Eftir að hafa náð í meiri bönd tókst að festa hann.
Gísli fór hinsvegar að Rokkaranum KE 16, þar sem hann var búinn að berjast bæði utan í bryggjuna og eins utan í Sævar KE. Tókst honum að koma Rokkaranum að bryggju og festa vel.
Hér fyrir neðan sjáum við myndir af bátunum, en þó aðeins tjónmynd af Rokkaranum, þó ekki af öllu tjóninu. Tjónin á hinum bátunum sjást ekki á myndunum, enda eru þeir við bryggju þegar myndirnar voru teknar. Myndir þessar tók ég í dag. Athugið að myndin af Sævari er svolítið blöruð, þar sem skyggni var ekki nógu gott þegar sú mynd var tekin.
![]() |
||||||||
|
1081. Valþór GK 123, í Keflavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 7. nóv. 2017
1587. Sævar KE, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll 7. nóv. 2017
|





