30.10.2017 21:28
Stapaey SU ex Haraldur Böðvarsson AK að fara í pottinn til Belgíu í togi hjá Nökkva ÞH
Samkvæmt fregnum sem eru nokkuð öruggar, mun Nökkvi ÞH 27 fara, jafnvel í vikunni með Stapaey SU 120 ex Haraldur Böðvarsson AK 12, í drætti til Belgíu þar sem allavega Stapaey og hugsanlega Nökkvi, líka fara í pottinn en Stapaey hefur verið notuð sem fóðurprammi að undanförnu.
![]() |
1435. Haraldur Böðvarsson AK 12 - nú Stapaey SU 120, í Njarðvíkurhöfn © mynd Ólafur Guðmundsson, í okt. 2001
![]() |
1622. Nökkvi ÞH 27, kemur inn til Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 8. ágúst 2015
Skrifað af Emil Páli


