24.10.2017 15:20
Síldarvertíðin á lokametrunum hjá Eskju
Núna er síldarvertíðin á lokametrunum hjá Eskju.
Jón Kjartansson SU 111 er í síðustu veiðferð á síld áður en hann fer í breytingar, það sem búnaður fyrir nótaveiðar verður settur um borð.
Aðalsteinn Jónsson SU 11 kom í land í morgun með 1100 tonn af síld og hefur hann lokið síldveiðum í norsk-íslensku síldinni þetta árið. Næsta verkefni hjá honum er að veiða kolmunna og fara menn að undirbúa þær veiðar næstu daga.
![]() |
||
|
|
Skrifað af Emil Páli


