24.10.2017 15:20

Síldarvertíðin á lokametrunum hjá Eskju

Núna er síldarvertíðin á lokametrunum hjá Eskju.
Jón Kjartansson SU 111 er í síðustu veiðferð á síld áður en hann fer í breytingar, það sem búnaður fyrir nótaveiðar verður settur um borð.
Aðalsteinn Jónsson SU 11 kom í land í morgun með 1100 tonn af síld og hefur hann lokið síldveiðum í norsk-íslensku síldinni þetta árið. Næsta verkefni hjá honum er að veiða kolmunna og fara menn að undirbúa þær veiðar næstu daga.

 

 


      2929. Aðalsteinn Jónsson SU 11, að koma inn til Eskifjarðar í dag © myndir og texti: Eskja hf. 24. okt. 2017