20.10.2017 20:21
Örninn GK 62 / Baddý GK 116 / Skjöldur ÓF 57, heitir í dag Borgar Sig. AK 66
Hér koma myndir af báti sem smíðaður var úr plasti í Sandgerði sem tvíbitna, en það gafst ekki mjög vel og því var honum breytt í eðilegri bát. Hér birtast fyrst tvær myndir sem ég tók af honum í reynslusiglingu í Sandgerði og þá birtast myndir af honum undir nafninu Baddý GK 116, þá mynd tók ég í Sandgerði og Skjöldur ÓF 57 og þá mynd tók Hreiðar Jóhannsson, á Siglufirði. Þetta er þó langt í frá að vera tæmandi nafnalisti, því hann hefur borið nokkur nöfn, en í dag heitir hann Borgar Sig AK 66.
![]() |
||||||
|
|




