20.10.2017 18:19

Nordanvik og Jag Punit, fóru í dag frá Helguvík og til sama lands

Þessi tvö skip sem ég hef sagt frá áður, komu til Helguvíkur í gær, sementskipið  Nordanvik kom fyrir hádegi, en olíuskipið Jag Punit um miðjan dag. Bæði skip fóru um í dag um miðjan dag  eða með um klukkutíma millibili. Sementskipið fór aðeins fyrr og er á leiðinni til Alaborgar í Danmörku og olíuskipið fór með stefnu til Kaupmannahafnar, í Danmörku.

 

 


        Nordanvik og Jag Punit, í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 20. okt. 2017