18.10.2017 11:28

Fyrstu kolmunafarmurinn kom til Eskifjarðar í nótt


   Fyrsti kolmunnafarmurinn kominn í land þetta haustið. Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 kom í land í nótt með um 1400 tonn af kolmunna eftir 6 daga á veiðum 60 mílur austur af landinu. Ágætis veiði var miðað við árstíma og stefna þeir á annan túr þar sem töluvert er óveitt af kvótanum.
Jón Kjartansson SU 111 kom í land í gærmorgun með 810 tonn af síld sem veiddist í 3 holum í færeyskri lögsögu og fer hann á sjó strax eftir löndun.
Aðalsteinn Jónsson SU11 bíður löndunar með um 900 tonn sem hann veiddi í íslenskri lögsögu við færeysku línuna og fékk hann aflann í 3 holum. Löndun úr honum hefst um hádegi.