27.09.2017 18:19

Nýr Egill ÍS 77, í stað þess sem brann fyrir um mánuði síðan

Útgerð Egils ÍS,  hefur keypt Ásdísi ÍS sem hefur verið til sölu síðan útgerð þess báts keypti Örn GK 114 og gáfu honun nafnið Ásdís ÍS. Hefur fyrrum Ásdís fengið nafnið Egill ÍS 77, enda kemur hann í stað Egils ÍS 77 sem brann fyrir um mánuði síðan. Nýji báturinn  mun stunda dragnótaveiðar. Hér birti ég tvær myndir sem Hallgrímur Óli Helgason tók á símann sinn fyrir einhverjum dögum og Sigríður Línberg Runólfsdóttir fékk heimild hjá honum fyrir mig að nota hér. Færi ég þeim báðum kærar þakkir fyrir.

 

 

 

          2340. Egill ÍS 77, í Bolungarvík © myndir Hallgrímur Óli Helgason, 2017