21.09.2017 22:33

Muninn strandaður

Muninn GK 342, strandaður við Stokkavör, í Keflavík. Vinstra meginn má sjá gaflinn á Bryggjuhúsinu og hægra megin er Stakkskúr, síðar nefndur Vonarskúr. Þá má sjá Bedford, Willis, Landrover jeppa og Volkswagen bjöllu. - allir að fylgjast með strandinu. Betur fór en á horfðist. Beint aftan við Willis jeppann má sjá slippbryggjuna. Þar fyrir ofan er nú kominn Skessuhellir. Í Stakkskúr var komið fyrir fyrstu vélinni sem framleiddi rafmagn til ljósa í Keflavík. Það var 1922. Ljósmynd: Emil Páll Jónsson, árið 1968.