04.09.2017 21:00

Agla ÁR 79: Stendur stórskemmd uppi á bryggju í Þorlákshöfn eftir að siglt var á hann í vor

Síðan í vor hefur einn af nýrri þilfars-plastbátum flotans, Agla ÁR 79, staðið brotinn uppi á bryggju í Þorlákshöfn, eftir að siglt var á hann. En hvaða bátur gerði það veit ég ekki, en gaman væri ef einhver gæti sagt mér það.

Hér birti ég myndir af Öglu, eins og sá bátur leit út 4. júní sl.


         2871. Agla ÁR 79, á bryggjunni í Þorlákshöfn. Þessi síða er ekki mikið skemmd

 

 

           Brettið skyggir að vísu á að sprungan alveg niður sjáist


          Hér sést hluti af tjóninu © myndir Emil Páll, 4. júní 2017