01.09.2017 20:21

Erling KE 140 kom í gær heim til Njarðvíkur, af grálúðumiðunum fyrir Norðurlandi

Í sumar, eins og í fyrrasumar, stundaði Erling grálúðuveiðar í net út af norðurlandi, fyrst við Kolbeinsey, en síðan færðist það til og nú síðast voru þeir djúpt út af Raufarhöfn eða þar í kring. Síðdegis í gær komu þeir heim til Njarðvíkur og eftir hlé fara þeir á hefðbundnar netaveiðar hér syðra. Tók ég þessa myndasyrpu er þeir komu til Njarðvíkur í gær:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

            233. Erling KE 140, kemur til Njarðvíkur í gær © myndir Emil Páll, 31. ágúst 2017