30.08.2017 20:21

Sólplast þurfti að gera við bátinn á floti, þar sem ekki mátti flytja hann á vagni

Eins og áður hefur komið fram varð tjón í höfninni á Patreksfirði, þar sem stór bátur sigldi á Sæljóma BA 59. Sökum þess að Samgöngustofa bannaði fyrir nokkru síðan að vagnar eins og Gullvagninn væru notaðir til að flytja báta t.d. milli Njarðvíkur og Sandgerðis, varð að gera við bátinn við bryggju í Sandgerðishöfn. Kristján Nielsen, hjá Sólplasti var fljótur að gera við plastskemmdirnar og eins að losa þá álhluti sem fara þurfti með annað, hluti eins og lunninguna og dekkklósettið.

Hér á myndinni sést þar sem búið er að losa þessa hluti og bíða þeir eftir að verða fluttir á viðgerðarstað. Þá sést að búið er að gera við bátinn hvað plastið varðar.

 

 

 

 

 

 

 

         2050. Sæljómi BA 59, við bryggju í Sandgerði og búið að gera við skemmdina að aftan og álhlutirnir komnir upp á bryggju © myndir Emil Páll, í gær, 29. ágúst 2017