29.08.2017 12:31
Eyjólfur Ólafsson, brann til kaldra kola í Norðurfirði
![]() |
Slökkvilið Hólmavíkur slökkti eldinn í bátnum. mbl.is/?Jón G. Guðjónsson
Hulda Björk Benediktsdóttir, útibússtjóri Kaupfélagsins á Norðurfirði, mun þá hafa orðið vör við reyk og eld í bátnum nokkru síðar, eða fyrir klukkan sjö í morgun. Voru mennirnir þá í sundlauginni á Krossnesi en þangað höfðu þeir farið til að slappa af áður en haldið yrði aftur út.
Þeir fengu þá tilkynningu um að kviknað væri í bátnum.
Slökkvilið Hólmavíkur kom og slökkti eldinn og var slökkvistörfum lokið fyrir klukkan tíu. Þá var kallaður til sjúkrabíll frá Hólmavík en ekki reyndist þörf á honum þar sem engin slys urðu á fólki.
Eins og sjá má af myndinni var lítið eftir af bátnum um hálftíu í morgun, þegar fréttaritari mbl.is átti leið þar hjá.
![]() |
2175. Eyjólfur Ólafsson HU 100, að koma inn til Sandgerðis fyrir nokkrum árum © mynd Emil Páll |


