27.08.2017 21:00
Kaldbakur EA 1, fær formlega nafn
Í gær fékk Kaldbakur EA 1, formlega nafnið. Fór fram athöfn við togarabryggjuna sem sumir nefna löndunarbryggju ÚA, á Akureyri. Birti ég hér fjórar myndir sem raun eru skjáskot af vef Akureyrarhafnar í gær. Fyrsta myndin sýnir auða bryggju, en þó er búið að koma upp pallinum fyrir ræðumann eða ræðumenn. Þá sést að verið er að koma með kör í togarann og næstu tvær myndir sýna mannfjölda sem er ekki mjög mikill, enda rigning. Sjá má á þessum tveimur síðustu myndum að búið er að koma fyrir flösku sem á að sjálfsögðu að brjóta á skipinu. Því miður fóru leikar þannig hjá mér að ég gat ekki fylgst með þegar kampavínsflaskan var brotin á stefni skipsins og hin eiginlega og formlega athöfn fór fram. Ræðumaður er þó kominn á síðustu myndinni og fólkið komið nær.
|
|
||||||




