26.08.2017 17:18
Sæborg KE 75, síðar Oddbjörg og nú frá Osló
Lárus Ingi keypti þennan fallega bát og flutti til Noregs og fyrir 5 eða 6 árum var hann seldur til Oslóar, þar sem henn er sennilega ennþá. Þar er hann hann í eigu áfangaheimilis, þ.e. stofnunar sem heldur utan um fyrrum áfengissjúklinga, eiturlyfjaneitendur og fleirri.
Smíðaður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1961. Seldur til Noregs í sept. 1995, eftir úreldingu hér heima 17. mars sama ár. Fékk hann nafnið Oddbjörg áður en hann fór héðan, en það var Lárus Ingi sem keypti bátinn. Lenti báturinn í stórsjó og var yfirgefinn um 90 sm. út af Ingólfshöfða og þá orðinn vélarvana, 28. sept. 1995, á leið frá Vestmananeyjum til Þórshafnar í Færeyjum undir norskum fána. Varðskipið Týr sótti bátinn og dró til Fáskrúðsfjarðar. Síðar sótti Lárus bátinn og kom honum til Noregs.
Nöfn: Haförn EA 155, Guðrún Jónsdóttir SI 155, Gulltoppur GK 321, Gulltoppur HF 321, Gulltoppur SH 174, Toppur SH 474, Sæborg KE 75, Sæborg BA 77 og Oddbjörg (Noregi)
![]() |
||
|
|


