26.08.2017 17:18

Sæborg KE 75, síðar Oddbjörg og nú frá Osló

Lárus Ingi keypti þennan fallega bát og flutti til Noregs og fyrir 5 eða 6 árum var hann seldur til Oslóar, þar sem henn er sennilega ennþá. Þar er hann hann í eigu áfangaheimilis, þ.e. stofnunar sem heldur utan um fyrrum áfengissjúklinga, eiturlyfjaneitendur og fleirri.

Smíðaður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1961. Seldur til Noregs í sept. 1995, eftir úreldingu hér heima 17. mars sama ár. Fékk hann nafnið Oddbjörg áður en hann fór héðan, en það var Lárus Ingi  sem keypti bátinn. Lenti báturinn í stórsjó og var yfirgefinn um 90 sm. út af Ingólfshöfða og þá orðinn vélarvana, 28. sept. 1995, á leið frá Vestmananeyjum til Þórshafnar í Færeyjum undir norskum fána. Varðskipið Týr sótti bátinn og dró til Fáskrúðsfjarðar. Síðar sótti Lárus  bátinn og kom honum til Noregs.


Nöfn: Haförn EA 155, Guðrún Jónsdóttir SI 155, Gulltoppur GK 321,  Gulltoppur HF 321, Gulltoppur SH 174,  Toppur SH 474, Sæborg KE 75, Sæborg BA 77 og Oddbjörg (Noregi)

 


      537. Sæborg KE 75, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 1990 - 1992