26.08.2017 14:15

Fjórir sem fluttir hafa verið til Noregs, af íslendingi

Í dag mun ég birta myndir af fjórum bátum sem eiga það sameiginlegt að íslendingurinn Lárus Ingi Lárusson, sem býr í Stavanger, hefur keypt þá á Íslandi og flutt þá til Noregs og gert upp. Sumir hafa verið seldir þar, en aðrir eru enn hans eigu.

Sá sem fjallað er um þessari færslu hef ég birt myndir af áður bæði undir norska heitinu sem því íslenska. Í dag heitir hann Jóhanna, en hér heima hét hann Dísa GK 19 og Jón Pétur ST 21 og birti ég nú mynd af honum undir Jóhönnu nafninu.

 

        Jóhanna ex 1930. Dísa GK 19 ex Jón Pétur ST 21 í Stavanger, Noregi © mynd Lárus Ingi Lárusson, í júlí 2017