02.08.2017 06:08

Sjóslys við Vogastapa í gærkvöldi

Lítill skemmtibátur sökk neðan við Vogastapa í gærkvöldi og komust mennirnir upp í fjöruna þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði þeim og flutti á sjúkrahús. Björgunarsveitir voru með æfingu rétt hjá slysstað og komu því fljótt á vettvang.  Nánar um þetta á Víkurfréttum.


       Báturinn marrar í hálfu kafi í gærkvöldi © mynd úr Víkurfréttum