31.07.2017 21:00
Síðasta ferð Þórsness SH og Polarstjørnan KG 349, frá Hafnarfirði og í pottinn í Belgíu
Hér kemur smá myndasyrpa sem Þorkell Hjaltason tók þegar Þórsnes SH tók Polarstjørnan KG 349 með sér frá Hafnarfirði um hádegisbilið í gær og til Ghent í Belgíu þar sem báðir bátarnir fara í Pottinn. Þegar þeir duttu út úr AISkerfinu fyrir um þremur klukkustundum voru þeir að nálgast Meðallandssandinn. Samkvæmt venju sjást bátarnir ekki aftur fyrr en við Færeyjar, en siglingarhraðinn var um 5 sjómílur.
![]() |
||||||||||||
|
|
Skrifað af Emil Páli







