29.07.2017 21:00
Togarinn kom með Barkann hingað til lands
Fyrir nokkru fór dráttarbáturinn Togarinn að mig minnir til Svíþjóðar að sækja pramma sem hét Madicken og dró hann til Reykjavíkur. Prammi þessi hefur fengið nafnið Barkur og skipaskrárnúmerið 2948. Samkvæmt vef Samgöngustofu er hann 31 metra langur og mælist 492 tonn.
Hér birti ég fjórar myndir af prammanum sem ég tók í dag og á þeirri fyrstu sést 2923. Togarinn, fyrir framan 2948. Barkann, í Reykjavíkurhöfn.
![]() |
||||||
|
|
Skrifað af Emil Páli




