12.07.2017 11:12

Nýr Jón Kjartansson, kom til Eskifjarðar í fyrradag

Eskja hf. fékk í fyrradag afhent uppsjávarskipið Charisma frá Skotlandi en gengið var frá samningi um kaup á skipinu 30. maí síðastliðinn. Skipið var byggt 2003 í Noregi og er 70,7 metrar á lengd og 14,5 metrar á breidd. Aðalvél skipsins er MAK 6000 kw og 8160 hestöfl.

Skipstjóri á Jóni Kjartanssyni er Grétar Rögnvarsson.

Næstu daga verður unnið að því að útbúa skipið fyrir veiðar á makríl og síld sem hefst í lok mánaðar.

 

      2946. Jón Kjartansson er hann kom í fyrradag til Eskifjarðar © mynd frá Eskju hf.