06.07.2017 21:00

Síðasti báturinn sem KEA smíðaði, nú í Noregi - myndir bæði þaðan og héðan

Árið 1962, var sjósettur hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyri, síðasti báturinn sem þeir smíðuðu a.m.k. af minni gerðinni. Sá bátur er ennþá til og er í Noregi. Nánar um hann nú. Fyrsta nafn hans var Orri EA 101, þá Arnar EA 101, Arnar ÓF 3, Njörður EA 151 og Orri EA 151. Eftir að hafa legið um stund í Kópavogshöfn var hann seldur til Noregs og finnst mér eins og Hafsteinn kafari Jóhannsson hafi siglt honum til Noregs. Hans annað nafn í Noregi og núverandi er Røyrvik og er hann í eigu annars íslendings Lárusar Inga Lárussonar í Stavanger og fékk ég hjá honum mynd af bátnum eins og hann er í dag. - Að auki birti ég mynd sem ég átti í mínum fórum, af honum er hann bar nafnið Arnar ÓF 3.

 

                 714. Arnar ÓF 3 © mynd úr safni  Emils Páls, ljósm. ókunnur

 

                Røyrvik ex ex 714. Orri EA © mynd Lárus Ingi Lárusson í Stavanger, Noregi