03.07.2017 17:45
Fór Harpa of nálægt Engey?
Í dag tók ég mynd af Hörpu sem skemmdist í morgun, en nú var búið að setja segl yfir hana þar sem hún er geymd. Samkvæmt athugun, virtust felstir þeir sem töluðu um óhappið, vera vissir um að báturinn hefði farið of nálægt Engey og því hefði hún orðið fyrir þeim skemmdum sem sáust á myndunum sem ég birti í morgun.
Hér er mynd af bátnum þar sem hann er staðsettur undir segli.
![]() |
7741. Harpa, undir segli, við Reykjavíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll, 3. júlí 2017 |
Skrifað af Emil Páli

