01.07.2017 21:00

Steini Sigvalda GK 526 og Tjaldanes GK 525, farnir í sína síðustu ferð

Rétt fyrir kl. 17. 30 í dag hófu tveir fyrrum Hólmgrímsbátar, sína síðustu sjóferð og hefur gengið nokkuð vel því nú á þessum mínútum eru bátarnir út af Stafnesi. Hér birtist auk mynda af bátunum mynd af skipstjóranum í þessari ferð, sem ég held að ég fari rétt með, hann heiti Guðmundur Elmar. Bátarnir heita, Steini Sigvalda GK 526, sá  rauði sem er í fararbroddi og Tjaldanes GK 525, sá  blái sem er í taumi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


       1424. Steini Sigvalda GK 526 og 239. Tjaldanes GK 525, báðir á leið úr heimahöfn sinni Njarðvík, í sína síðustu sjóferð, sem á að enda í Ghent, í Belgíu © myndir Emil Páll, í dag 1. júlí 2017