30.06.2017 21:00
Undirbúningur fyrir síðustu sjóferð Steina Sigvalda og Tjaldaness og þá yfir hafið
Hér kemur smá syrpa af undirbúningi í Njarðvíkurhöfn, fyrir síðustu sjóferð Steina Sigvalda GK 526 og Tjaldaness GK 525, yfir hafið. Ferðin á að enda í Ghent í Belgíu þar sem bátarnir fara í pottinn illræmda.
Á fyrstu myndinni sjáum við báða bátanna við bryggju og tók ég myndina frá Innri - Njarðvík í dag. Sá rauði verður forystusauðurinn í ferðinni (Steini Sigvalda) og sá blái ( Tjaldanes ) fylgir hinum eftir í taumi. Þarna sjáum við einnig mannskapinn sem var í dag að vinna við bátinn, en einn þeirra er úr hópi þeirra sem gerðu báða bátanna út á sínum tíma.
![]() |
||||||||||
|
|






