28.06.2017 21:00

Tveir útskifaðir hjá Sólplasti - bíða eigenda sinna

Í dag má segja að tveir bátar hjá Sólplasti hafi verið útskifaðir. Annars vegar var það björgunarbáturinn Margrét Guðbrandsdóttir, frá Akranesi sem var í viðgerð og svo Sómi 1000 sem hefur verið lengdur, dekkaður smíðað skorsteinshús og m.fl. Þegar hann kom var skelin mjög hrá og því þurfti að vinna hann upp í að nú er hann tilbúinn fyrir allan tækjakost og innréttingar, en eigandinn sem er í Hafnarfirði ætlar að klára hann sjálfur.


  7551. Margrét Guðbrandsdóttir í Sandgerðishöfn, bíður eftir að verða sótt


                    Nýsmíðin tilbúin í kvöld hjá Sólplasti, í Sandgerði


    Hér sést lestarlúgan og skorsteinshúsið og þilfar bátsins © myndir Emil Páll, 28. júní 2017