23.06.2017 09:14

5 herskip og kafbátur undir forystu Týs í Hvalfirði

Í morgun siglir skipalest fimm herskipa og kafbáts undir forystu varðskipsins Týs  inn Hvalfjörð og á gamla herskipalægið við Hvítanes. Þar verður haldin minningarathöfn og blómsveig varpað í fjörðinn. Þetta er gert til að minnast skipalestasiglinganna milli Hvalfjarðar og Norðvestur-Rússlands í seinni heimsstyrjöld. Þetta voru hinar svokölluðu Íshafsskipalestir. Einnig er viðburðurinn til að minnast þess að nú í lok júní eru nákvæmlega 75 ár liðin síðan skipalestin PQ17 hélt frá Hvalfirði til Kólaskaga. Þeirra verður sérlega minnst sem létustí árásum þýskra herskipa og kafbáta á skipalestirnar, og annarra sem lögðu líf sitt í hættu við að koma björgum til Rússlands í stríðinu - úr Vesturlandi


        Hér sjáum við fjögur skipanna á leið inn Hvalfjörð © skjáskot af MarineTraffic, kl. 9.10 í dag 23. júní 2017