16.06.2017 18:19
Lítill bátur í Njarðvík
Þennan litla bát má finna í Njarðvík, þar sem núverandi eigandi hefur að undanförnu unnið við það í tómstundum að gera bátinn upp. Um sögu hans veit ég ekki, annað en að hann hefur verið gerður út frá Keflavík, Hólmavík, Snæfellsnesi, Hafnarfirði og víðar, en ekki endilega í þessari röð. Um nöfn hans er ekki vitað, nema það að á Snæfellsnesi bar hann nafnið Vísir. Var hann með húsi og önnur vél var m.a., en er í honum núna.
Þá kom báturinn fram í kvikmynd og í framhald af því dagaði hann uppi í Hafnarfirði þar sem hann rak m.a. undir stiga og húsið brotnaði af. Leit hann mjög illa út og á þeim tímapunkti eignaðist núverandi eigandi hann. Sem fyrr segir hefur hann gert hann upp að mestu og er langt kominn með það. Báturinn lítur því mjög vel út í dag eins og sjá má á myndinni sem ég tók í gær.
![]() |
Litli báturinn eins og hann er í dag © mynd Emil Páll, 15. júní 2017 |

