03.06.2017 19:20

MSC Preziosa, á Akureyri í gær, Reykjavík á morgun - það stærsta sem kemur þangað í ár

Skip þetta kom til Akureyrar í gær og þá tók Víðir Már Hermannsson þrjár myndir sem nú verða birtar. Í dag kom skipið til Ísafjarðar og á að vera við Skarfabakka í Reykjavík kl. 7 í fyrramálið, en þetta mun vera stærsta skipið sem kemur til Reykjavíkur á árinu og hefur ekki komið áður.

 

          Msc Preziosa, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 2. júní 2017

 

          Msc Preziosa, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 2. júní 2017

 

           Msc Preziosa, á Akureyri, hafnsögumaðurinn fer um borð © mynd Víðir Már Hermannsson, 2. júní 2017

 

           MSC Preziosa, er stærsta skipið sem kemur til Reykjavíkur í ár og kemur í fyrrmálið og hefur ekki komið áður © mynd af MarineTraffic