02.06.2017 20:02
Meander á leiðinni til Belgíu með Röst SK 17 og Sónar á leið í pottinn
Samkvæmt MarineTraffic fóru skipin frá Hafnarfirði í dag kl. 13.47 og áætla að koma til Gent 14. júní kl. 22.17. Um kl. 17 í dag tók ég þessar myndir af skipunum, er þau nálguðust Garðskaga, en þá voru þau á 6,7 mílna hraða. Eins og ég hef áður sagt er Meander dráttarbáturinn og aftan við hann er það 1009. Röst SK 17 og aftasta skipið er togarinn Sónar.:
![]() |
||||||
|
Meander, 1009. Röst SK 17 og Sónar, út af Garðskaga um kl. 17 í dag
|
Skrifað af Emil Páli



