29.05.2017 19:20

Óvænt stefnumót úti á Faxaflóa

Starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar höfðu af­skipti af rúss­nesk­a tog­aranum Bootes M-0079 í fyrrinótt vegna gruns um ölv­un skip­stjóra skips­ins. Tog­ar­inn var á leið til Hafn­ar­fjarðar í fyrra­kvöld og þegar skip­stjóri skips­ins hafði sam­band við Land­helg­is­gæsl­una vegna hafn­ar­kom­unn­ar vaknaði grun­ur um að ekki væri allt með felldu um borð.

Óðinn, eft­ir­lits­bát­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar var send­ur að tog­ar­an­um og fóru tveir starfs­menn Land­helg­is­gæsl­unn­ar ásamt tveim­ur lög­reglu­mönn­um um borð í tog­ar­ann til eft­ir­lits. Við at­hug­un kom í ljós að skip­stjóri og yf­ir­stýri­maður skips­ins reynd­ust und­ir áhrif­um áfeng­is. Skipið var fært til hafn­ar í gærmorg­un þar sem lög­regla tók við rann­sókn.

 

              Bootes M-0079 © mynd MarineTraffic, fróði adolfsen

 

         7746. Óðinn, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 13. sept. 2016