29.05.2017 19:20
Óvænt stefnumót úti á Faxaflóa
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar höfðu afskipti af rússneska togaranum Bootes M-0079 í fyrrinótt vegna gruns um ölvun skipstjóra skipsins. Togarinn var á leið til Hafnarfjarðar í fyrrakvöld og þegar skipstjóri skipsins hafði samband við Landhelgisgæsluna vegna hafnarkomunnar vaknaði grunur um að ekki væri allt með felldu um borð.
Óðinn, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunnar var sendur að togaranum og fóru tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar ásamt tveimur lögreglumönnum um borð í togarann til eftirlits. Við athugun kom í ljós að skipstjóri og yfirstýrimaður skipsins reyndust undir áhrifum áfengis. Skipið var fært til hafnar í gærmorgun þar sem lögregla tók við rannsókn.
![]() |
Bootes M-0079 © mynd MarineTraffic, fróði adolfsen
![]() |
7746. Óðinn, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 13. sept. 2016


