29.05.2017 21:00
Leki að Tjaldanesi GK 525
Í morgun urðu menn varir við að Tjaldanes GK 525, var farinn að síga að aftan, þar sem hann liggur í Njarðvíkurhöfn og hefur gert í þó nokkurn tíma. Við skoðun sást að sjór var kominn upp á vél bátsins og því var Köfunarþjónusta Sigurðar fengin í málið. Fékk hún Gröfuþjónustu Walter Lestle, á staðinn sökum þess að þeir eru með stórvirka dælu tengd tanki. Gekk dælingin vel, en erfiðlega gekk að finna lekann, þar sem olía var komin um vélina og veggi vélarrúmsins.
![]() |
239. Tjaldanes GK 525 og Köfunarþjónusta Sigurðar, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017
![]() |
239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Leslie, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017
![]() |
239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Leslie, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017
![]() |
239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Lestle, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017
![]() |
Köfunarþjónusta Sigurðar © mynd Emil Páll, 29. maí 2017





