29.05.2017 21:00

Leki að Tjaldanesi GK 525

Í morgun urðu menn varir við að Tjaldanes GK 525, var farinn að síga að aftan, þar sem hann liggur í Njarðvíkurhöfn og hefur gert í þó nokkurn tíma. Við skoðun sást að sjór var kominn upp á vél bátsins og því var Köfunarþjónusta Sigurðar fengin í málið. Fékk hún Gröfuþjónustu Walter Lestle, á staðinn sökum þess að þeir eru með stórvirka dælu tengd tanki. Gekk dælingin vel, en erfiðlega gekk að finna lekann, þar sem olía var komin um vélina og veggi vélarrúmsins.

 

         239. Tjaldanes GK 525 og Köfunarþjónusta Sigurðar, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017

 

        239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Leslie, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017

 

        239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Leslie, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017

 

        239. Tjaldanes GK 525, Köfunarþjónusta Sigurðar og Gröfuþjónusta Walter Lestle, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. maí 2017

 

        Köfunarþjónusta Sigurðar © mynd Emil Páll, 29. maí 2017